79 frídagar Hildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:30 Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Börn og uppeldi Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun