Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar