Kæra Lilja Alfreðsdóttir Áslaug Thorlacius skrifar 10. október 2019 07:04 Þakka þér fyrir frábæra grein sem birtist í tilefni af Alþjóðlegum degi kennara, þar sem þú minnir á mikilvægi sköpunar í skólastarfi. Greinin er liður í átaki til að efla starf kennarans sem ég vil líka hrósa þér fyrir. Það er þarft verkefni. Þó hlýt ég að benda á að á sama tíma og nemendum í kennaranámi bjóðast styrkir og laun, heldur menntamálaráðuneytið launum frábærra listgreinakennara niðri með engum eða óásættanlegum þjónustusamningum við einkarekna listaskóla. Ég þekki best til samnings Myndlistaskólans í Reykjavík en hann er þrískiptur og að stærstum hluta óverðtryggður. Upphæðirnar sem við fáum með ársnemanda hafa sumar staðið í sömu krónutölu frá upphafi árs 2015. Einn hluti samningsins fékk einmitt verðtryggingu 1. janúar 2015 en krónutalan sem lá til grundvallar var sú sama og við fengum árið 2011 þannig að hún var þá þegar algjörlega úr takti við allt raunhæft. Samningurinn sjálfur er fyrir löngu útrunninn en vegna vandræða innan ráðuneytisins er hann sífellt endurnýjaður í óbreyttri mynd. Þannig fáum við engan afslátt af okkar skyldum heldur skulu sömu verkefni áfram unnin fyrir sömu, gömlu úreltu krónutöluna! Það hljóta allir að sjá að slíkur rekstur endar illa í landi þar sem verðlag er ekki mjög stöðugt. Kennarahópur Myndlistaskólans er frábær – listamenn og hönnuðir í fremstu röð og meirihlutinn með listkennslufræði til viðbótar við langt nám í sinni grein. Við erum stolt af okkar gamalgróna skóla og ég af mínu starfi – fyrir utan launin sem skólinn greiðir starfsfólki sínu en í samskiptum við ráðuneyti þitt er ég minni máttar og fæ litlu breytt. Í ljósi þinna eigin orða skora ég því á þig að sjá til þess að ráðuneyti þitt hætti að hlunnfara listamenn í kennslu. Það þarf að laga vonda samninga við listaskóla og semja við þá sem engan samning hafa.Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík og formaður Samtaka sjálfstæðra listaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þakka þér fyrir frábæra grein sem birtist í tilefni af Alþjóðlegum degi kennara, þar sem þú minnir á mikilvægi sköpunar í skólastarfi. Greinin er liður í átaki til að efla starf kennarans sem ég vil líka hrósa þér fyrir. Það er þarft verkefni. Þó hlýt ég að benda á að á sama tíma og nemendum í kennaranámi bjóðast styrkir og laun, heldur menntamálaráðuneytið launum frábærra listgreinakennara niðri með engum eða óásættanlegum þjónustusamningum við einkarekna listaskóla. Ég þekki best til samnings Myndlistaskólans í Reykjavík en hann er þrískiptur og að stærstum hluta óverðtryggður. Upphæðirnar sem við fáum með ársnemanda hafa sumar staðið í sömu krónutölu frá upphafi árs 2015. Einn hluti samningsins fékk einmitt verðtryggingu 1. janúar 2015 en krónutalan sem lá til grundvallar var sú sama og við fengum árið 2011 þannig að hún var þá þegar algjörlega úr takti við allt raunhæft. Samningurinn sjálfur er fyrir löngu útrunninn en vegna vandræða innan ráðuneytisins er hann sífellt endurnýjaður í óbreyttri mynd. Þannig fáum við engan afslátt af okkar skyldum heldur skulu sömu verkefni áfram unnin fyrir sömu, gömlu úreltu krónutöluna! Það hljóta allir að sjá að slíkur rekstur endar illa í landi þar sem verðlag er ekki mjög stöðugt. Kennarahópur Myndlistaskólans er frábær – listamenn og hönnuðir í fremstu röð og meirihlutinn með listkennslufræði til viðbótar við langt nám í sinni grein. Við erum stolt af okkar gamalgróna skóla og ég af mínu starfi – fyrir utan launin sem skólinn greiðir starfsfólki sínu en í samskiptum við ráðuneyti þitt er ég minni máttar og fæ litlu breytt. Í ljósi þinna eigin orða skora ég því á þig að sjá til þess að ráðuneyti þitt hætti að hlunnfara listamenn í kennslu. Það þarf að laga vonda samninga við listaskóla og semja við þá sem engan samning hafa.Höfundur er skólameistari Myndlistaskólans í Reykjavík og formaður Samtaka sjálfstæðra listaskóla.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar