Ung kona myrt af lögreglumanni á heimili hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 16:51 Atatiana Jefferson lést fyrir hendi lögreglumanns á heimili hennar. twitter/NAACCP Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma. Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma.
Bandaríkin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira