Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 16:50 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er líffræðingur að mennt. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. „Já mér finnst nú bara vera almenn vantrú á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hjá þeim sem vinna í atvinnugreininni.“ „Svo þegar maður fer yfir þetta tölfræðilega, þegar þeir eru að endurmeta stofninn aftur í tímann, minni en þeir mældu hann, á þriðja hundrað þúsund tonn minni, þá er úr takti að gefa út veiðiheimildir upp á tonn, með svona gríðarlega óvissu í þessu,“ segir Sigurjón. Þung undiralda um sjávarútvegsmálin Sigurjón er nýkominn úr ferðalagi um Norðausturkjördæmi með nokkrum þingmönnum Flokks fólksins þar sem haldnir voru fundir með kjósendum, sem hann segir að hafi verið vel sóttir. Hann segir að þung undiralda sé um sjávarútvegsmálin, og þar séu þrír þættir einkum undir, sem snúi að strandveiðum, fiskveiðiráðgjöfinni og verðmyndun á aflahlut sjómanna. „Þeir sem mættu á fundi hjá mér voru meira og minna allir sammála, hvort sem þeir voru á Þórshöfn eða Djúpavík. Ef þú bara horfir á þessar tölur, ef þú ætlar að fá 350 þúsund tonn en lendir í 204 þúsund, þá er það ekki í samræmi við það sem menn gáfu sér,“ segir Sigurjón. „Ef við skoðum þetta bara, ég meina humarinn er í núlli, þorskurinn er helmingurinn af því sem við ætluðum okkur, hörpudiskurinn er í núlli, loðnan, hún er ekki neitt, svona getur maður talið þetta upp.“ „Maður verður að viðurkenna að þetta er ekki að ganga upp og það þarf að skoða þetta upp á nýtt,“ segir Sigurjón. Fyrr í sumar sagði Sigurjón að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum það lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Byggðahlutinn í sjávarútvegi, hinn svokallaði 5,3 prósent pottur, var færður frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins í sumar, og færðist málaflokkurinn þar með frá Viðreisn til Flokks fólksins. Strandveiðar heyra undir 5,3 prósent pottinn. Er þá eitthvað frumvarp í smíðum þess efnis að tryggja ótakmarkaðar strandveiðar, auka við þorskkvótann eða slíkt? „Við erum núna bara að fara yfir þetta, og ég held að hvort sem það er þorskurinn eða allt það sem er þarna undir, þá þarf að fara yfir þessa ráðgjöf. Þú ert í mínus í öllum tegundum, og ert ekki að sjá neinn árangur.“ „Svo ertu með það sem kallað er líffræðilegar kennitölur, sem er þá bara meðalvöxtur eftir árganga, þá sérðu að fiskurinn er að léttast, hvað varðar þorskinn allavegana er lítið vit í öðru en að bæta í veiðarnar þegar þú hefur það ástand.“ „Við erum búin að fara mjög hratt niður á við í útgefnum þorskkvóta á síðustu fimm árum, 70 þúsund tonn, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir markmiðum.“ Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sögðu bæði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hafrannsóknir við Ísland væru ekki nægar. Sagði Heiðrún að fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum væri ekki fullnýtt af þeim sökum. SFS hafi ítrekað gert athugasemdir við að hafrannsóknir væru ekki stundaðar með fullnægjandi hætti og óvissa um hvað í sjónum væri leiddi til varfærnari ráðgjafar af hálfu stofnunarinnar. Örn Pálsson sagði nauðsynlegt að spyrja Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið að því hvers vegna ráðgjöfin í þorski hafi lækkað um fjórðung frá árinu 2019, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf stofnunarinnar. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
„Já mér finnst nú bara vera almenn vantrú á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hjá þeim sem vinna í atvinnugreininni.“ „Svo þegar maður fer yfir þetta tölfræðilega, þegar þeir eru að endurmeta stofninn aftur í tímann, minni en þeir mældu hann, á þriðja hundrað þúsund tonn minni, þá er úr takti að gefa út veiðiheimildir upp á tonn, með svona gríðarlega óvissu í þessu,“ segir Sigurjón. Þung undiralda um sjávarútvegsmálin Sigurjón er nýkominn úr ferðalagi um Norðausturkjördæmi með nokkrum þingmönnum Flokks fólksins þar sem haldnir voru fundir með kjósendum, sem hann segir að hafi verið vel sóttir. Hann segir að þung undiralda sé um sjávarútvegsmálin, og þar séu þrír þættir einkum undir, sem snúi að strandveiðum, fiskveiðiráðgjöfinni og verðmyndun á aflahlut sjómanna. „Þeir sem mættu á fundi hjá mér voru meira og minna allir sammála, hvort sem þeir voru á Þórshöfn eða Djúpavík. Ef þú bara horfir á þessar tölur, ef þú ætlar að fá 350 þúsund tonn en lendir í 204 þúsund, þá er það ekki í samræmi við það sem menn gáfu sér,“ segir Sigurjón. „Ef við skoðum þetta bara, ég meina humarinn er í núlli, þorskurinn er helmingurinn af því sem við ætluðum okkur, hörpudiskurinn er í núlli, loðnan, hún er ekki neitt, svona getur maður talið þetta upp.“ „Maður verður að viðurkenna að þetta er ekki að ganga upp og það þarf að skoða þetta upp á nýtt,“ segir Sigurjón. Fyrr í sumar sagði Sigurjón að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum það lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Byggðahlutinn í sjávarútvegi, hinn svokallaði 5,3 prósent pottur, var færður frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins í sumar, og færðist málaflokkurinn þar með frá Viðreisn til Flokks fólksins. Strandveiðar heyra undir 5,3 prósent pottinn. Er þá eitthvað frumvarp í smíðum þess efnis að tryggja ótakmarkaðar strandveiðar, auka við þorskkvótann eða slíkt? „Við erum núna bara að fara yfir þetta, og ég held að hvort sem það er þorskurinn eða allt það sem er þarna undir, þá þarf að fara yfir þessa ráðgjöf. Þú ert í mínus í öllum tegundum, og ert ekki að sjá neinn árangur.“ „Svo ertu með það sem kallað er líffræðilegar kennitölur, sem er þá bara meðalvöxtur eftir árganga, þá sérðu að fiskurinn er að léttast, hvað varðar þorskinn allavegana er lítið vit í öðru en að bæta í veiðarnar þegar þú hefur það ástand.“ „Við erum búin að fara mjög hratt niður á við í útgefnum þorskkvóta á síðustu fimm árum, 70 þúsund tonn, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir markmiðum.“ Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sögðu bæði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hafrannsóknir við Ísland væru ekki nægar. Sagði Heiðrún að fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum væri ekki fullnýtt af þeim sökum. SFS hafi ítrekað gert athugasemdir við að hafrannsóknir væru ekki stundaðar með fullnægjandi hætti og óvissa um hvað í sjónum væri leiddi til varfærnari ráðgjafar af hálfu stofnunarinnar. Örn Pálsson sagði nauðsynlegt að spyrja Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið að því hvers vegna ráðgjöfin í þorski hafi lækkað um fjórðung frá árinu 2019, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf stofnunarinnar.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35