Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 14:31 Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó. EPA Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. „Bandaríkin munu ekki koma hingað til Mexíkó með herinn. Við vinnum saman, og að sameiginlegum markmiðum, en það verður engin innrás. Við útilokum það algjörlega,“ segir Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. New York Times greindi frá áformum Trumps í gær, en fram kom að aðgerðinar beindust gegn glæpasamtökum sem ríkisstjórn hans hafði skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggði grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Í svari við fyrirspurn BBC til Hvíta Hússins um málið var engu svarað um áformin, en sagt var að höfuðáhersla Trumps væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump skrifaði undir forsetatilskipun fyrr á þessu ári, þar sem átta eiturlyfjaglæpasamtök voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök, en þar af voru sex frá Mexíkó. Claudia Sheinbaum segir að ríkisstjórn hennar viti af væntanlegum boðuðum aðgerðum Trumps gegn glæpasamtökunum, en þær hefðu ekkert með herinn að gera. „Það er einfaldlega ekki hluti af samkomulaginu, langt því frá. Þegar þetta hefur komið upp, höfum við alltaf svarað neitandi.“ Áður hefur hún sagt að ákvörðun Trumps um að skilgreina glæpahringina sem hryðjuverkasamtök megi ekki verða tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að grafa undan fullveldi Mexíkó. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að skilgreining glæpahringjanna sem hryðjuverkasamtök auðveldi til að mynda leyniþjónustu Bandaríkjanna að afla upplýsinga um þá. Síðast í maí þá hafnaði Claudia boði Trumps Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða í baráttunni við glæpagengi. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
„Bandaríkin munu ekki koma hingað til Mexíkó með herinn. Við vinnum saman, og að sameiginlegum markmiðum, en það verður engin innrás. Við útilokum það algjörlega,“ segir Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. New York Times greindi frá áformum Trumps í gær, en fram kom að aðgerðinar beindust gegn glæpasamtökum sem ríkisstjórn hans hafði skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggði grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Í svari við fyrirspurn BBC til Hvíta Hússins um málið var engu svarað um áformin, en sagt var að höfuðáhersla Trumps væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump skrifaði undir forsetatilskipun fyrr á þessu ári, þar sem átta eiturlyfjaglæpasamtök voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök, en þar af voru sex frá Mexíkó. Claudia Sheinbaum segir að ríkisstjórn hennar viti af væntanlegum boðuðum aðgerðum Trumps gegn glæpasamtökunum, en þær hefðu ekkert með herinn að gera. „Það er einfaldlega ekki hluti af samkomulaginu, langt því frá. Þegar þetta hefur komið upp, höfum við alltaf svarað neitandi.“ Áður hefur hún sagt að ákvörðun Trumps um að skilgreina glæpahringina sem hryðjuverkasamtök megi ekki verða tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að grafa undan fullveldi Mexíkó. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að skilgreining glæpahringjanna sem hryðjuverkasamtök auðveldi til að mynda leyniþjónustu Bandaríkjanna að afla upplýsinga um þá. Síðast í maí þá hafnaði Claudia boði Trumps Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða í baráttunni við glæpagengi.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira