Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 11:14 Liðþjálfinn Quornelius Radford í haldi herlögreglu í Fort Stewart í Georgíu. AP/Lewis M. Levine Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Stórum hlutum herstöðvarinnar var lokað um tíma í gær en árásin sjálf stóð þó mjög stutt yfir. Allir hermennirnir sem særðust eru sagðir í stöðugu ásigkomulagi en yfirmaður herdeildarinnar segir hermennina sem stöðvuðu árásina klárlega hafa bjargað lífum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að árásarmaðurinn, Quornelius Radford, hafi skotið aðra hermenn á vinnustað sínum á herstöðinni. Talsmenn hersins segja tilefnið til rannsóknar en opinber gögn benda til þess að hann hafi verið handtekinn fyrir ölvunarakstur í maí og að hann hafi átt að mæta í dómsal vegna þessa þann 20. ágúst. Radford tilheyrir sérstöku stórfylki innan svokallaðrar „þriðju herdeild fótgönguliða“, sem búið er sérstökum brynvörðum farartækjum og hefur verið lýst sem nútímavæddasta stórfylki bandarískra fótgönguliða. Hann hefur aldrei tekið þátt í átökum. Bannað að bera byssur á herstöðvum Skotárásir á herstöðvum í Bandaríkjunum eru ekki tíðar. Árið 2009 skaut hermaður þó þrettán til bana og særði á fjórða tug manna á herstöð í Texas. Árið 2013 skaut sjóliði tólf manns til bana í flotastöð í Washingtonríki. AP segir spurningar á kreiki vestanhafs um af hverju árásarmaðurinn var yfirbugaður en ekki skotinn af öðrum hermönnum. Hermönnum er meinað að bera skotvopn á herstöðvum, tilheyri þeir ekki herlögreglu, en sú regla hefur verið í gildi í áratugi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6. ágúst 2025 16:55 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Stórum hlutum herstöðvarinnar var lokað um tíma í gær en árásin sjálf stóð þó mjög stutt yfir. Allir hermennirnir sem særðust eru sagðir í stöðugu ásigkomulagi en yfirmaður herdeildarinnar segir hermennina sem stöðvuðu árásina klárlega hafa bjargað lífum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að árásarmaðurinn, Quornelius Radford, hafi skotið aðra hermenn á vinnustað sínum á herstöðinni. Talsmenn hersins segja tilefnið til rannsóknar en opinber gögn benda til þess að hann hafi verið handtekinn fyrir ölvunarakstur í maí og að hann hafi átt að mæta í dómsal vegna þessa þann 20. ágúst. Radford tilheyrir sérstöku stórfylki innan svokallaðrar „þriðju herdeild fótgönguliða“, sem búið er sérstökum brynvörðum farartækjum og hefur verið lýst sem nútímavæddasta stórfylki bandarískra fótgönguliða. Hann hefur aldrei tekið þátt í átökum. Bannað að bera byssur á herstöðvum Skotárásir á herstöðvum í Bandaríkjunum eru ekki tíðar. Árið 2009 skaut hermaður þó þrettán til bana og særði á fjórða tug manna á herstöð í Texas. Árið 2013 skaut sjóliði tólf manns til bana í flotastöð í Washingtonríki. AP segir spurningar á kreiki vestanhafs um af hverju árásarmaðurinn var yfirbugaður en ekki skotinn af öðrum hermönnum. Hermönnum er meinað að bera skotvopn á herstöðvum, tilheyri þeir ekki herlögreglu, en sú regla hefur verið í gildi í áratugi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6. ágúst 2025 16:55 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. 6. ágúst 2025 16:55