Erlent

Sektaður fyrir að aka á 321 kíló­metra hraða

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn ók um á Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid (782 PS)-bíl. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn ók um á Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid (782 PS)-bíl. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Lögregla í Þýskalandi sektaði á dögunum ökumann fyrir að aka á 321 kílómetra hraða á hraðbraut.

Þýska blaðið Bild segir að maðurinn hafi ekið á Porsche-bíl sínum á A2-hraðbrautinni í átt að höfuðborginni Berlín, og verið myndaður nærri Magdeburg.

Þó að Autobahn-hraðbrautirnar í Þýskalandi eru þekktar fyrir beina kafla þar sem víða er enginn hámarkshraði þá átti það ekki við þar sem ökumaðurinn var tekinn þar sem hámarkshraðinn var 120 kílómetrar á klukkustund.

Maðurinn var sektaður um 900 evrur fyrir hraðaksturinn sem samsvarar um 130 þúsund krónum. Þá fékk hann tvo punkta í ökuferilsskrá og var sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði.

Í frétt Bild segir að maðurinn hafi ekið á Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid (782 PS)-bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×