Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 10:48 Halastjarnan 3I/ATLAS séð gegnum linsur Hubble geimsjónaukans. Verið er að beina fleiri sjónaukum, eins og James Webb, að halastjörnunni til að fá frekari upplýsingar um hana. Þessi mynd var tekin 21. júlí þegar halastjarnan var í um 450 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. AP/NASA/ESA Geimvísindamenn notuðu á dögunum Hubble geimsjónaukann til að taka skýrustu myndina hingað til af halastjörnunni 3I/Atlas sem er nú að heimsækja sólkerfi okkar. Halastjarnan á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins og er einungis þriðji gesturinn sem við vitum af. Halastjarnan, sem sást fyrst þann 1. júlí, þeysist um á rúmlega tvö hundruð þúsund kílómetra hraða á klukkustund en hún er ekki talin ógna jörðinni. Þá hefur ekki tekist að reikna út hvaðan hún kemur upprunalega. Hraðinn þykir til marks um að halastjarnan hafi verið á ferð um Vetrarbrautina um langt skeið. Mögulega í milljarða ára. Í hvert sinn sem hún hefur farið fram hjá nýrri stjörnu eða stjörnuþokum hefur 3I/Atlas aukið hraða sinn. Sjá einnig: Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Nýju myndirnar hafa gert vísindamönnum auðveldar að áætla stærð halastjörnunnar, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Ískjarni halastjörnunnar er ekki sýnilegur enn á myndum en talið er að hann sé allt að 5,6 kílómetrar í þvermál en ekki minni en 320 metrar. Talið er að halastjarnan muni fara næst jörðinni þann 19. desember og vera þá í um 270 milljón kílómetra fjarlægð. Þann 2. október verður halastjarnan í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá Mars. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Verið er að beina öðrum sjónaukum, eins og James Webb og TESS að halastjörnunni og er búist við því að hægt verði að svara fleiri spurningum um hana eftir það. Einn vísindamannanna sem vinnur við Hubble segir gífurlega erfitt að áætla hvaðan halastjarnan kemur upprunalega. „Þetta er eins og að sjá glitta í byssukúlu einn þúsundasta hluta úr sekúndu. Þú getur ekki reiknað út með neinni nákvæmni hvaðan hún kemur,“ segir David Jewitt. Halastjarna eða vopn Halastjarnan hefur verið mikið milli tannanna á fólki frá því hún uppgötvaðist fyrst og sérstaklega eftir útgáfu umdeildrar greinar þar sem fjallað var um hvort að halastjarnan gæti mögulega verið dulbúið geimskip eða vopn. Þar er halastjarnan sett í samhengi við Fermi þversögnina svokölluðu og hina mögulegu lausn á þversögninni sem ber heitið „Dimmi skógurinn“. Fermi þversögnin er hugarfóstur ítalska eðlisfræðingsins Enrico Fermi, sem hann varpaði fram árið 1950. Í eins einföldu og stuttu máli og hægt er að útskýra þversögnina snýst hún um það að alheimurinn er margra milljarða ára gamall og inniheldur aragrúa stjarna og reikistjarna sem gætu hýst líf. Vetrarbrautin er um tíu milljarða ára gömul og um hundrað þúsund ljósár í þvermál. Fermi sagði að tölfræðilega séð ætti alheimurinn að iða af lífi, ef það væri yfir höfuð mögulegt. Einhverjar geimverur hefðu átt að hafa haft nægan tíma til að dreifa sér um Vetrarbrautina og við ættum að sjá einhver ummerki um slíkt þegar við horfum til stjarnanna. Fermi vildi vita af hverju svo væri ekki. Þetta sagði eðlisfræðingurinn benda til þess að einhvers staðar væri þröskuldur sem lífverur alheimsins ættu erfitt að komast yfir. Til dæmis gæti viti bornar lífverur verið einstaklega sjaldgæft fyrirbæri eða þröskuldurinn gæti þess í stað verið að ferðalag milli sólkerfa sé gífurlega erfitt eða jafnvel ómögulegt. Ein af mögulegum lausnum á þversögn Fermi kallast „Dimmi skógurinn“. Sú lausn gengur út á að mögulega sé stórhættulegt að leita að öðrum lífverum og siðmenningu í geimnum. Að geimverur óttist aðrar geimverur og þess vegna sendi þær engin skilaboð út í geiminn og forðist að gera sig sýnilegar, af ótta við að vera grandað af öðrum geimverum. Áhugasamir geta kynnt sér þversögn Fermi og „Dimma skóginn“ betur með því að horfa á meðfylgjandi myndband frá Kurzgesagt. Þessi áðurnefnda grein um að 3I/Atlas fjallar að hluta til um að halastjarnan gæti verið dulbúið vopn Greinin hefur verið harðlega gagnrýnd en höfundar hennar taka þó fram að þeir séu ekki endilega allir á þeim nótum að halastjarnan sé raunverulega vopn, heldur sé greinin að hluta til skemmtileg hugarleikfimi. Geimurinn Vísindi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Halastjarnan, sem sást fyrst þann 1. júlí, þeysist um á rúmlega tvö hundruð þúsund kílómetra hraða á klukkustund en hún er ekki talin ógna jörðinni. Þá hefur ekki tekist að reikna út hvaðan hún kemur upprunalega. Hraðinn þykir til marks um að halastjarnan hafi verið á ferð um Vetrarbrautina um langt skeið. Mögulega í milljarða ára. Í hvert sinn sem hún hefur farið fram hjá nýrri stjörnu eða stjörnuþokum hefur 3I/Atlas aukið hraða sinn. Sjá einnig: Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Nýju myndirnar hafa gert vísindamönnum auðveldar að áætla stærð halastjörnunnar, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Ískjarni halastjörnunnar er ekki sýnilegur enn á myndum en talið er að hann sé allt að 5,6 kílómetrar í þvermál en ekki minni en 320 metrar. Talið er að halastjarnan muni fara næst jörðinni þann 19. desember og vera þá í um 270 milljón kílómetra fjarlægð. Þann 2. október verður halastjarnan í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá Mars. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Verið er að beina öðrum sjónaukum, eins og James Webb og TESS að halastjörnunni og er búist við því að hægt verði að svara fleiri spurningum um hana eftir það. Einn vísindamannanna sem vinnur við Hubble segir gífurlega erfitt að áætla hvaðan halastjarnan kemur upprunalega. „Þetta er eins og að sjá glitta í byssukúlu einn þúsundasta hluta úr sekúndu. Þú getur ekki reiknað út með neinni nákvæmni hvaðan hún kemur,“ segir David Jewitt. Halastjarna eða vopn Halastjarnan hefur verið mikið milli tannanna á fólki frá því hún uppgötvaðist fyrst og sérstaklega eftir útgáfu umdeildrar greinar þar sem fjallað var um hvort að halastjarnan gæti mögulega verið dulbúið geimskip eða vopn. Þar er halastjarnan sett í samhengi við Fermi þversögnina svokölluðu og hina mögulegu lausn á þversögninni sem ber heitið „Dimmi skógurinn“. Fermi þversögnin er hugarfóstur ítalska eðlisfræðingsins Enrico Fermi, sem hann varpaði fram árið 1950. Í eins einföldu og stuttu máli og hægt er að útskýra þversögnina snýst hún um það að alheimurinn er margra milljarða ára gamall og inniheldur aragrúa stjarna og reikistjarna sem gætu hýst líf. Vetrarbrautin er um tíu milljarða ára gömul og um hundrað þúsund ljósár í þvermál. Fermi sagði að tölfræðilega séð ætti alheimurinn að iða af lífi, ef það væri yfir höfuð mögulegt. Einhverjar geimverur hefðu átt að hafa haft nægan tíma til að dreifa sér um Vetrarbrautina og við ættum að sjá einhver ummerki um slíkt þegar við horfum til stjarnanna. Fermi vildi vita af hverju svo væri ekki. Þetta sagði eðlisfræðingurinn benda til þess að einhvers staðar væri þröskuldur sem lífverur alheimsins ættu erfitt að komast yfir. Til dæmis gæti viti bornar lífverur verið einstaklega sjaldgæft fyrirbæri eða þröskuldurinn gæti þess í stað verið að ferðalag milli sólkerfa sé gífurlega erfitt eða jafnvel ómögulegt. Ein af mögulegum lausnum á þversögn Fermi kallast „Dimmi skógurinn“. Sú lausn gengur út á að mögulega sé stórhættulegt að leita að öðrum lífverum og siðmenningu í geimnum. Að geimverur óttist aðrar geimverur og þess vegna sendi þær engin skilaboð út í geiminn og forðist að gera sig sýnilegar, af ótta við að vera grandað af öðrum geimverum. Áhugasamir geta kynnt sér þversögn Fermi og „Dimma skóginn“ betur með því að horfa á meðfylgjandi myndband frá Kurzgesagt. Þessi áðurnefnda grein um að 3I/Atlas fjallar að hluta til um að halastjarnan gæti verið dulbúið vopn Greinin hefur verið harðlega gagnrýnd en höfundar hennar taka þó fram að þeir séu ekki endilega allir á þeim nótum að halastjarnan sé raunverulega vopn, heldur sé greinin að hluta til skemmtileg hugarleikfimi.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira