„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2025 12:52 Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur. Vísir/Vilhelm Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58