FBI segir Samuel Little skæðasta raðmorðingja í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2019 22:30 Samuel Little hefur margsinnis verið handtekinn en var ekki dæmdur fyrir morð fyrr en seint og um síðir. Vísir/FBI Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa. Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Raðmorðinginn Samuel Little er nú opinberlega skæðasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna. Hann afplánar lífstíðardóm í Texas fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Að undanförnu hefur hann reynst samstarfsfús og hefur það verið rakið til slæmrar heilsu hans. Little heldur því fram að hann hafi kyrkt 93 aðila víðsvegar um Bandaríkin á milli 1970 og 2005. Hann hefur setið inni frá 2012. Fórnarlömb Little voru að mestu konur og þá konur sem voru á jöðrum samfélagsins, ef svo má að orði komast. Vændiskonur, fíklar og flökkufólk. Hans helsta aðferð var að slá konurnar niður og kyrkja þær. Á sínum tíma voru mörg af fórnarlömbum Little talin hafa dáið vegna ofneyslu fíkniefna. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem fram kemur að sérfræðingar stofnunarinnar telja játningar Little trúverðugar og að búið sé að staðfesta 50 þeirra. Með yfirlýsingunni fylgja umfangsmiklar upplýsingar um fimm morð sem Little hefur játað og leitar FBI aðstoðar almennings varðandi þau mál.Stofnunin hefur einnig birt myndbönd þar sem Little ræðir hvert morðanna fimm fyrir sig. Einnig fylgja teikningar af mörgum fórnarlamba hans, sem ekki er búið að bera kennsl á en Little teiknaði þær sjálfur eftir minni.Hér má sjá tímalínu af handtökumyndum Samuel Little.Vísir/FBISamkvæmt AP fréttaveitunni vinna starfsmenn fjölda löggæslustofnanna í Bandaríkjunum að því að sannreyna játningar Little. Í ágúst játaði hann fyrir dómi að hafa myrt fjórar konur í Ohio og í fyrra játaði hann eitt morð í Texas. Knoxville News Sentinel sagði frá því í desember að morð frá 1975 hafi verið tengt Little. Little sjálfur segir konuna sem hann myrti hafa heitið Martha og að honum hafi líkað vel við hana. Starfsmenn fógetans í Knox-sýslu telja að þar sé um að ræða konu sem bar nafnið Martha Cunningham. Tveir veiðimenn fundu lík hennar í skógi þann 18. janúar 1975 eftir að hún hvarf á gamlárskvöld. Hún var marin og höfðu nærföt hennar verið dregin niður að hnjám. Þar að auki fundust veski hennar og skartgripir ekki. Þrátt fyrir þær aðstæður komust lögregluþjónar að þeirri niðurstöðu, innan við degi eftir að hún fannst, að Martha hefði dáið af „náttúrulegum ástæðum“ og í réttarmeinafræðings stóð að ástæða dauða hennar væri óþekkt.Hér að neðan má sjá Little ræða við starfsmann FBI um þau fimm morð sem FBI leitar aðstoðar við að leysa.
Bandaríkin Tengdar fréttir Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08 Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin. 14. febrúar 2019 10:08
Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Segist hafa myrt konur í fjölda ríkja á ferð sinni um Bandaríkin á 35 ára tímabili. 8. júní 2019 10:49