Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 14:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnubreyting Bandaríkjastjórnar verði tekin upp á næsta ríkisstjórnarfundi. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira