Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 14:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnubreyting Bandaríkjastjórnar verði tekin upp á næsta ríkisstjórnarfundi. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands á næsta fundi hennar síðar í vikunni. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hún muni beita sér fyrir því að taka málið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem beindi fyrirspurn sinni til Katrínar, eftir afstöðu hennar til þess að lýsa yfir stuðningi við Kúrda.Sjá einnig: Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trump „Ég vil minna á það að íslensk stjórnvöld hafa á fyrri stigum gagnrýnt hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og það var meðal annars gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi örfáum dögum eftir að síðustu aðgerðir hófust það í janúar í fyrra og sömuleiðis lýstu íslensk stjórnvöld sérstökum áhyggjum af stöðu mála á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í kjölfar harðnandi átaka í Afrín-héraði,“ sagði Katrín um leið og hún lýsti áhyggjum sínum af stefnubreytingu Bandaríkjaforseta, sem þó hafi ennþá ekki verið rædd á vettvangi NATO. „Þessi stefnubreyting Bandaríkjamanna og boðaðar hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum á sýrlensku yfirráðasvæði eru mjög slæm tíðindi,“ sagði Katrín. Hún telji einsýnt að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarleg áhrif á almenna borgara og geti ógnað þeim árangri sem þó hafi náðst í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS á svæðinu, sem Kúrdar hafi átt stóran þátt í að brjóta á bak aftur. Hún geri ráð fyrir að málið verði rætt á næsta ríkisstjórnarfundi. Utanríkisráðherra sé staddur á ferð í Afríku og hún hafi ekki náð af honum tali símleiðis vegna málsins. Þá hafi verið óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd, hún telji að sá fundur eigi að fara fram fyrst, áður en ákvörðun verði tekin um það hvort málið verði tekið fyrir á vettvangi Þjóðaröryggisráðs.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira