Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2025 12:17 Mynd úr einni göngunni þar sem Ljósafossinn sést mjög vel. Reiknað er með miklum fjölda fólks í gönguna í dag. Aðsend Það stendur mikið til við Esjuna í dag en þar fer fram svokölluð „Ljósafossganga“ til styrktar Ljósinu þar sem allir verða með höfuðljós og mynda þannig foss þegar gengið verður niður fjallið í myrkrinu. Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern, sem mætir við Esjurætur, hvort sem viðkomandi ætlar að ganga eða hvetja göngugarpana áfram. „Ljósafossgangan“ er árlegur viðburður á þessum árstíma til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en mörg hundruð manns taka alltaf þátt í göngunni og er reiknað með sérstaklega góðri mætingu í dag í tilefni af 20 ára afmæli Ljóssins. Það að hittast á bílastæðinu við Esjurætur klukkan hálf fjögur og gangan sjálf hefst stundvíslega klukkan fjögur. Erna Magnúsdóttir er framkvæmdastýra hjá Ljósinu. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur að gera þetta, ertu ekki sammála því? „Jú og bara allir þeir, sem eru að koma og hjálpa okkur með þetta. Það er nú maður hérna, sem er algjör valkyrja eins og ég kalla hann en hann er kallaður „Fjalla Steini“ en heitir Þorsteinn Jakobsson en hann hefur leitt þessa göngu alveg frá upphafi. Og svo ætlar Sjóvá að styrkja Ljósið um tvö þúsund kall á hvern haus, sem mætir þannig að það er bara dásamlegt,“ segir Erna. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra hjá Ljósinu, sem hvetur alla, sem vettlingi geta valdið að mæta í gönguna upp á Esjuna en mæting er á bílastæðið klukkan 15:30.Aðsend Þannig að þú hvetur fólk til að mæta? „Ég hvet fólk til að mæta og það verður þarna Kjölur, sem sagt björgunarsveitin Kjölur frá Kjalarnesi, sem er alltaf með okkur í ferðinni til að gæta að öllum. Já, þetta er bara svo einstakt. Við löbbum upp í rökkri og svo löbbum við niður í myrkri og allir setja höfuðljós upp og við löbbum svolítið í þögninni niður og hugsum til þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru að standa í þessu núna eða hafa kannski tapað baráttunni eða sigrað baráttuna. Þetta er bara ótrúlega falleg stund og bara svona magnþrungin,“ segir Erna. Mikil þátttaka hefur verð í göngunum í gegnum árin.Aðsend Ljósið heimasíða Reykjavík Krabbamein Esjan Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Ljósafossgangan“ er árlegur viðburður á þessum árstíma til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en mörg hundruð manns taka alltaf þátt í göngunni og er reiknað með sérstaklega góðri mætingu í dag í tilefni af 20 ára afmæli Ljóssins. Það að hittast á bílastæðinu við Esjurætur klukkan hálf fjögur og gangan sjálf hefst stundvíslega klukkan fjögur. Erna Magnúsdóttir er framkvæmdastýra hjá Ljósinu. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur að gera þetta, ertu ekki sammála því? „Jú og bara allir þeir, sem eru að koma og hjálpa okkur með þetta. Það er nú maður hérna, sem er algjör valkyrja eins og ég kalla hann en hann er kallaður „Fjalla Steini“ en heitir Þorsteinn Jakobsson en hann hefur leitt þessa göngu alveg frá upphafi. Og svo ætlar Sjóvá að styrkja Ljósið um tvö þúsund kall á hvern haus, sem mætir þannig að það er bara dásamlegt,“ segir Erna. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra hjá Ljósinu, sem hvetur alla, sem vettlingi geta valdið að mæta í gönguna upp á Esjuna en mæting er á bílastæðið klukkan 15:30.Aðsend Þannig að þú hvetur fólk til að mæta? „Ég hvet fólk til að mæta og það verður þarna Kjölur, sem sagt björgunarsveitin Kjölur frá Kjalarnesi, sem er alltaf með okkur í ferðinni til að gæta að öllum. Já, þetta er bara svo einstakt. Við löbbum upp í rökkri og svo löbbum við niður í myrkri og allir setja höfuðljós upp og við löbbum svolítið í þögninni niður og hugsum til þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru að standa í þessu núna eða hafa kannski tapað baráttunni eða sigrað baráttuna. Þetta er bara ótrúlega falleg stund og bara svona magnþrungin,“ segir Erna. Mikil þátttaka hefur verð í göngunum í gegnum árin.Aðsend Ljósið heimasíða
Reykjavík Krabbamein Esjan Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira