Eigendastefna ríkisins Baldur Thorlacius skrifar 11. september 2019 07:00 Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun