Eigendastefna ríkisins Baldur Thorlacius skrifar 11. september 2019 07:00 Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun