Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heið­rún Lind kaupir í Sýn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miðað við arð­semi eru ís­lenskir bankar „á til­boði“ í saman­burði við þá nor­rænu

Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

Innherji
Fréttamynd

Töpuðu milljarði og bauna á stjórn­völd

Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svig­rúm til að lækka eigin­fjár­hlut­fallið

Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Hraðbankaþjófur játar sök

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent