Kauphöllin

Fréttamynd

Greinendur vænta þess að af­koma bank­­anna hald­i á­fram að versna

Greinendur gera að jafnaði ráð fyrir því að hagnaður stóru viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast nokkuð saman milli ára á öðrum ársfjórðungi. Útlit er fyrir að hagnaður bankanna fyrir tekjuskatt dragist saman um 18 til 20 prósent en miðað við þær spár munu þeir ekki ná arðsemismarkmiðum sínum.

Innherji
Fréttamynd

Fá tíu ár til að selj­a hlut sinn í græn­lensk­um út­gerð­um

Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.

Innherji
Fréttamynd

Tveir af stærstu hlut­höfunum seldu í Ís­lands­banka fyrir vel á annan milljarð

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Íslandsbanka minnkuðu stöðu sína fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í liðnum mánuði þegar bankinn bauðst til að kaupa bréf hluthafa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi. Hlutabréfaverð bankans hefur rétt úr kútnum undanfarna daga en stjórnvöld áforma að ráðast í tugmilljarða sölu síðar á árinu í gegnum almennt útboð.

Innherji
Fréttamynd

Kostn­að­ar­að­hald Heim­a er til „fyr­ir­mynd­ar“

Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Stærstu einka­fjár­festarnir selja sig út úr Festi fyrir nærri þrjá milljarða

Tveir umsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, hafa losað um allan eignarhlut sinn í smásölufyrirtækinu fyrir samtals nálægt þrjá milljarð króna. Salan kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að stórir lífeyrissjóðir beittu sér gegn því að fulltrúi einkafjárfestanna færi í stjórn fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Hag­fræð­ing­ur Kviku hef­ur „ekki ver­u­leg­ar á­hyggj­ur“ af auk­inn­i út­gáf­u rík­is­bréf­a

Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg.

Innherji
Fréttamynd

Lokunaruppboð í Kaup­höllinni

Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi.

Skoðun
Fréttamynd

Auk­­in út­­gáf­­a rík­­is­br­éf­a kom mark­­aðn­­um í „opna skjöld­­u“ sem tald­i árið tryggt

Fyrirhuguð aukin útgáfa á ríkisbréfum í ár kom markaðnum í „opna skjöldu“ og markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu því skarpt við tíðindin. Sjóðstjórar töldu að ríkið væri búið að fjármagna útgjöld vegna kjarasamninga og jarðhræringa á Reykjanesi að minnsta kosti fram á næsta ár. Spurningin „hver á að fjármagna ríkissjóð í þetta skiptið?“ veldur mörgum skuldabréfafjárfestum áhyggjum.

Innherji
Fréttamynd

Árið fór vel af stað hjá Hög­um og að­stæð­ur fara batn­and­i

Árið fór vel af stað hjá fyrirtækjum í samstæðu Haga með aukinni framlegð og bættri afkomu milli ára, að sögn forstjóra móðurfélagsins, sem nefndi að tekjur væru að aukast en verðbólga hefði í þeim efnum æ minni áhrif. „Stór skýring á bættri afkomu liggur í sterkari rekstri Olís á fjórðungnum.“

Innherji
Fréttamynd

Alvotech reiknar með tí­földum tekjum

Alvotech reiknar með að heildartekjur annars ársfjórðungs verði á bilinu 196 til 201 milljón dala. Áætlaðar heildartekjur á fyrri helmingi ársins eru þá 233 til 238 milljónir dala sem eru um tífaldar tekjur sama tímabils í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­magn heldur á­fram að streyma út úr hluta­bréfa­sjóðum

Aukinn áhugi fjárfesta á hlutabréfasjóðum í kringum síðustu áramót reyndist skammlífur og fjármagn er aftur tekið að flæða út úr slíkum sjóðum samtímis erfiðu árferði á hlutabréfamarkaði. Fjárfestar seldu í verðbréfasjóðum, einkum þeim sem fjárfesta í skuldabréfum, fyrir samanlagt um fimmtán milljarða í liðnum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Hækk­ar verð­mat Brims og velt­ir upp hvort botn­in­um sé náð

Verðmat Brims hækkaði um nærri tíu prósent þrátt fyrir að rekstrarspá greinanda sé heldur dekkri fyrir árið í ár en áður. „Jákvæður munur milli verðmatsgengis og markaðsgengis hefur aldrei verið meiri. Einhver gæti spurt: Er botninum náð?“ segir í nýrri verðmatsgreiningu.

Innherji
Fréttamynd

„Nokkuð snúið“ að fá inn er­lenda sjóði meðan hluta­bréfa­veltan er jafn lítil

Góður gangur í sölu á hliðstæðu Alvotech við lyfið Humira í Bandaríkjamarkað þýðir að pantanabókin er orðin nokkuð meiri en þeir milljón skammtar sem upplýst var um fyrir fáeinum vikum, að sögn forstjóra félagsins, sem segir árið búið að „teiknast býsna vel upp.“ Í viðtali við Innherja ræðir Róbert Wessman um litla veltu með bréf félagsins í Bandaríkjunum, sem hefur skapað tæknilegar hindranir fyrir innkomu erlendra sjóða, en telur að sú staða geti snúist hratt við. Hann útilokar að Alvotech sé að fara sækja sér meira fé í reksturinn og undirstrikar að fjármögnun félagsins sé „lokið.“

Innherji
Fréttamynd

„Ó­þarfa á­hyggjur“ fjár­festa að horfið verði frá tví­skráningu JBT Marel

Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech freistar þess að fá inn er­lenda fjár­festa með sölu­samningi við Jef­feries

Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til.

Innherji
Fréttamynd

„Vöxt­ur og kraft­ur“ Skag­a kom Jak­obs­son á ó­vart

„Vöxtur og kraftur“ í hinu nýstofnaða félagi Skaga sem varð til við sameiningu Fossa og VÍS var framar vonum Jakobsson Capital. Jafnvel þótt markaðurinn virðist hafa gefist upp og farið í sumarfrí í júní þykir greinanda of snemmt að afskrifa árið á verðbréfamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lands­banki lokaði skortstöðu sinni á Kviku

Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

Telja virði Kalda­lóns ekki njóta sann­mælis á markaði og flýta endur­kaupum

Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti líf­eyris­sjóður landsins byggir upp stöðu í Kalda­lón

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Nýtt verð­mat Mar­els nokkr­u lægr­a en yf­ir­tök­u­til­boð JBT

Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum.

Innherji
Fréttamynd

Teyg­ist að­eins á að yf­ir­tök­u­til­boð JBT í Mar­el ber­ist

Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní.

Innherji
Fréttamynd

Gæti hall­­að und­­an fæti hjá Ari­­on á næst­­a ári því við­v­ör­­un­­ar­­ljós blikk­­a

Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.

Innherji