Minnst 25 dánir í eldsvoða undan ströndum Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 08:46 Eitt líkanna sem fundist hafa flutt í land. AP/Christian Monterrosa Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því. Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50
Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39