Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. maí 2025 12:14 Pakistanskir hermenn í Kasmír. AP/Channi Anand Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár. Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi fyrstur frá þessu á samfélagsmiðlum en Indverjar og Pakistanar staðfestu vendingarnar ekki sjálfir strax. Kjarnorkuveldin tvö hafa skipst á að gera árásir hvort á annað undanfarna daga. Greint var frá því í morgun að Pakistanar hafi gert árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í nótt. Indverjar svöruðu því snarlega með eigin árásum og gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fréttir höfðu einnig af því borist að bæði ríki væru hafin að safna hermönnum við landamærin. „Í kjölfar langrar nætur viðræðna með milligöngu Bandaríkjanna gleður mig að tilkynna að Indland og Pakistan hafa fallist á allsherjarvopnahlé sem tekur umsvifalaust gildi,“ segir Trump. „Ég óska báðum löndum til hamingju með að hafa beitt almennri skynsemi og stórgáfum. Takk fyrir athygli ykkar á þessu máli!“ skrifar Trump svo í færslu á samfélagsmiðli sínum sem birtist í hádeginu. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir að hann og JD Vance, varaforseti, hafi varið síðustu tveimur sólarhringum í viðræður við ráðamenn í Indlandi og Pakistan. Over the past 48 hours, @VP Vance and I have engaged with senior Indian and Pakistani officials, including Prime Ministers Narendra Modi and Shehbaz Sharif, External Affairs Minister Subrahmanyam Jaishankar, Chief of Army Staff Asim Munir, and National Security Advisors Ajit…— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) May 10, 2025 Á blaðamannafundi sem haldinn var á Indlandi í hádeginu kom fram að forsvarsmenn herafla ríkjanna hefðu talað saman í síma í morgun. Þeir hefðu að endingu komist að samkomulagi um vopnahlé sem tók gildi klukkan hálf tólf, að íslenskum tíma. Utanríkisráðherra Pakistan segir Tyrki og Sáda hafa einnig komið að viðræðunum. Nágrannaríkin eru bundin römmum sögulegum og menningarlegum böndum en hafa eldað grátt silfur um áratugabil. Tvö þriggja stríða sem háð hafa verið landanna á milli hafa snúist um yfirráð yfir Kasmírhéraði sem deilt er milli Indlands, Pakistans og Kína. Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til blóðugra átaka milli hermanna á svæðinu frá öllum þremur ríkjum. Áætlað er að Indverjar búi yfir um 180 kjarnorkuoddum en Pakistanar 170. Heraflar beggja landa hafa styrkst töluvert undanfarin ár.
Indland Pakistan Bandaríkin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira