Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Frederiksen á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í gær. Nordicphotos/AFP Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira