Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Frederiksen á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í gær. Nordicphotos/AFP Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Stjórnmálamenn í Danmörku lýstu margir undrun sinni í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til landsins. Margrét 2. Danadrottning hafði boðið Trump í heimsókn þann 2. september næstkomandi en í fyrrinótt tilkynnti forsetinn um það á Twitter að ekkert yrði af heimsókninni. „Danmörk er afar sérstakt land og Danir frábært fólk en vegna ummæla Mette Frederiksen forsætisráðherra, um að hún hefði ekki áhuga á að ræða kaupin á Grænlandi, hef ég frestað fundi okkar sem átti að fara fram eftir tvær vikur. Forsætisráðherrann hefur sparað mikinn kostnað og vinnu fyrir bæði Bandaríkin og Danmörku með hreinskilni sinni. Ég þakka henni fyrir það og hlakka til að funda í framtíðinni,“ tísti Trump. Grænlandskaupin sem hann nefnir eru hugmynd forsetans um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland af Dönum. Þessu hefur Frederiksen hafnað og Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlendinga, einnig. Sá síðarnefndi lagði til í viðtali við Politiken að Grænlendingar ættu kannski frekar að kaupa Bandaríkin. Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í Eigtveds Pakhus í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún sagði það bæði svekkjandi og óvænt að Trump hefði hætt við. „Líkt og margir aðrir hlakkaði ég til heimsóknarinnar og við erum búin að leggja mikið í undirbúning,“ sagði Frederiksen. Bætti við að Bandaríkin væru einn mikilvægasti bandamaður Dana og ákvörðunin breytti engu um vilja Dana til samstarfs. „Við höfum rætt um sölu Grænlands og þessu hefur Kim Kielsen hafnað. Ég er sammála honum,“ sagði Frederiksen enn fremur. Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar á þátttöku danska hersins í aðgerðum við Hormuz-sund nærri Íran sagðist hún ekki halda þau nokkur. Að sögn Mortens Østergaard, formanns flokksins Radikale Venstre, sem ver stjórn Frederiksen vantrausti, sýnir ákvörðun Trumps að Danir ættu frekar að líta á Evrópusambandsríki sem sína nánustu bandamenn. „Þessi maður er óútreiknanlegur. Raunveruleikinn er farinn fram úr ímyndunaraflinu,“ sagði hann. Søren Espersen, utanríkismálatalsmaður stjórnarandstöðuflokksins Dansk Folkeparti, var á sama máli. „Þetta er afar, afar sláandi. Sérstaklega þegar við erum að tala um svona nána bandamenn og góða vini.“ Og Kristian Jensen, þingmaður Venstre og utanríkisráðherra frá 2015 til 2016, var sammála. „Algjör glundroði eftir að Donald Trump aflýsti heimsókninni til Grænlands. Tækifæri til að styrkja samband bandamanna er orðið að utanríkismálakrísu,“ tísti þingmaðurinn. Samkvæmt greiningu Steffens Gram, utanríkismálablaðamanns danska ríkisútvarpsins DR, má draga þá ályktun af ákvörðun Bandaríkjaforsetans að utanríkismálastefna ríkisstjórnar hans stýrist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann úr jafnvægi núna, móðgaðist hann? Það felst áhætta í því þegar utanríkismálastefna stórveldis er rekin með þessum hætti,“ sagði Gram og velti upp spurningunni hvort það væri skynsamlegt fyrir Dani að reiða sig á Bandaríkin.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Donald Trump Grænland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira