Danmörk

Fréttamynd

Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk

Lífið í Nuuk höfuðborg Grænlands hefur vægast sagt breyst undanfarna daga. Eftir enn ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að innlima landið með valdi hrundu Danir af stað skyndilegu heræfingunni Arctic Endurance og þessi minnsta höfuðborg heims varð að virki á örskotsstundu.

Erlent
Fréttamynd

Gríðar­leg von­brigði og mikið á­hyggju­efni

„Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“

Erlent
Fréttamynd

Sam­bandið aldrei verra: Ís­land gæti bæst á listann

Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verið verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Banda­ríkjunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn.

Erlent
Fréttamynd

Myndir: Þúsundir mót­mæltu á Græn­landi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“

Forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þess að þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki úti­lokað að Ís­land sæti Grænlandstollum

Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir baula á banda­ríska sendi­herrann

Fjöldafundir til stuðnings Grænlandi fara nú fram víðs vegar um Danmörku. Mikill fjöldi fólks hefur komið saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og sömuleiðis í Árósum, Óðinsvéum og Álaborg.

Erlent
Fréttamynd

Dan­mörk „pínu­lítið land“ með „pínu­lítinn her“

Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem við sam­þykktum“

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Græn­land ó­metan­legur og hvetur Ís­lendinga til að mæta

Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Tveir full­trúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru

Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu herafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag.

Innlent
Fréttamynd

Trump segir Nielsen í vondum málum

Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög.

Erlent
Fréttamynd

Fundurinn í Washington gæti reynst ör­laga­ríkur

Afdráttarlaus ummæli sem forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur létu falla á sameiginlegum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag ættu að senda stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að Grænland sé ekki til sölu, grænlenska þjóðin fáist ekki keypt, og að ríkin standi saman um að standa vörð um landamæri danska konungsríkisins. Á sama tíma þykir blaðamannafundurinn hafa verið til marks um mikilvægi þess að dönsk og grænlensk stjórnvöld komi samstillt til fundarins í Hvíta húsinu á morgun þar sem mikið er í húfi fyrir grænlensku þjóðina.

Erlent
Fréttamynd

„Við veljum Dan­mörku“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Jens-Frederik Nielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, héldu sameiginlegan blaðamannafund síðdegis þar sem afstaða ríkjanna var áréttuð um að Grænland væri ekki til sölu. Jens-Frederik sagði skýrt að ef valið stæði á milli Bandaríkjanna og Danmerkur, þá velji grænlensk stjórnvöld danska konungsríkið, Evrópusambandið og NATO. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, mun funda með norrænum kollegum síðar í dag vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki

Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur.

Neytendur
Fréttamynd

Danir standi á kross­götum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið.

Erlent
Fréttamynd

Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki

Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt.

Lífið