„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2025 11:02 Sigurður Kristófer var formaður Kyndils. Hann er fyrir miðju á myndinni en með honum eru félagar hans í Kyndli. Landsbjörg Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“ Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“
Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38