Rúllubaggamenn Hannes Pétursson skrifar 31. maí 2019 08:15 Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu fullveldisberserkir eins og geta má nærri og blása við og við til herferða, rúllubaggaherferða, gegn „erlendu valdi“. Nafngiftin rúllubaggaherferð er til komin vegna þess að formaður félagsskaparins lét eitt sinn ljósmynda sig hjá stærðarinnar rúllubagga sem á hafði verður límdur miði með kjörorði: „Nei við ESB“. Í fréttablöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúlluböggum með álímdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heimreiðir að bændabýlum. Snarpur spjótaþytur í lofti var auðheyranlegur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa fullveldismynd. Hins vegar brá svo undarlega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til viðbótar í afdölum, aldrei ljósmyndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjandskap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferðafólki sunnan úr Evrópusambandinu með þessum sérmerktu rúlluböggum, hvort heldur nú væri við heimreiðir, hjá minjagripaskúrum, bændagistingarbæjum eða úreltum fjósum og súrheysturnum sem umbylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllubagga á almannafæri, við skulum bara steyta görn í Bændablaðinu, það les hvort sem er enginn útlendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir. Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel. Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hannes Pétursson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu fullveldisberserkir eins og geta má nærri og blása við og við til herferða, rúllubaggaherferða, gegn „erlendu valdi“. Nafngiftin rúllubaggaherferð er til komin vegna þess að formaður félagsskaparins lét eitt sinn ljósmynda sig hjá stærðarinnar rúllubagga sem á hafði verður límdur miði með kjörorði: „Nei við ESB“. Í fréttablöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúlluböggum með álímdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heimreiðir að bændabýlum. Snarpur spjótaþytur í lofti var auðheyranlegur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa fullveldismynd. Hins vegar brá svo undarlega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til viðbótar í afdölum, aldrei ljósmyndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjandskap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferðafólki sunnan úr Evrópusambandinu með þessum sérmerktu rúlluböggum, hvort heldur nú væri við heimreiðir, hjá minjagripaskúrum, bændagistingarbæjum eða úreltum fjósum og súrheysturnum sem umbylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllubagga á almannafæri, við skulum bara steyta görn í Bændablaðinu, það les hvort sem er enginn útlendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir. Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel. Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar