Fregnir um hátt verðlag ævintýralega ýktar Konráð S. Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2019 13:34 ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun