Börðust skipulega, ötullega og faglega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2018 07:00 "Það var ekkert hlustað á konurnar,“ segir Sigríður um aðdraganda Alþingishátíðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira