Sjúkrasaga þingmanns opin öllum á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2018 08:00 Hæstiréttur birti fyrir helgi dóm í máli Guðmundar Inga. Hann er nafngreindur í dómnum en miklar upplýsingar um sjúkrasögu hans er þar að finna. Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira