Ef ég slæ Kára Stefánsson kinnhest... Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningarsjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.Aldalöng hefðÍ Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?Heilagur rétturPistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningarsjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.Aldalöng hefðÍ Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?Heilagur rétturPistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun