Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:18 Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun