11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar 24. nóvember 2024 18:32 Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun