Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:30 Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fangelsismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun