Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar 23. nóvember 2024 11:33 Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun