Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar 23. nóvember 2024 11:33 Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun