Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar 23. nóvember 2024 11:33 Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig bankar, þar á meðal Íslandsbanki, hafa ákveðið að hækka vexti á verðtryggðum lánum um allt að 0,3% á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5%. Þessar vaxtahækkanir hafa bein áhrif á afkomu fólks, heimilin í landinu og grafa undan því trausti sem byggt var upp í tengslum við kjarasamninga. Þegar launþegar samþykktu hóflegar launahækkanir gerðu þeir það með væntingum um að það myndi skila sér í minni verðbólgu, lægri vaxtakjörum og stöðugri efnahag. Með ákvörðun Íslandsbanka um vaxtahækkanir hefur skapast rof í þetta samfélagslega traust. Bankinn rökstyður vaxtahækkun sína með því að vísa í aukinn fjármögnunarkostnað, en staðreyndin er sú að vaxtahækkun þýðir aukna greiðslubyrði fyrir lántakendur. Og á sama tíma halda bankarnir áfram að skila milljarða hagnaði ár eftir ár. Það er erfitt fyrir okkur, sem höfum tekið virkan þátt í því samfélagslega átaki að stuðla að efnahagslegum stöðugleika, að skilja hvernig þessar aðgerðir samræmast samfélagslegri ábyrgð. Hvað þýðir þetta fyrir samstöðuna? Það er mikilvægt að átta sig á samfélagslegu áhrifum þessara vaxtahækkana. Þegar einn aðili, í þessu tilfelli bankarnir, taka hagsmuni sína á kostnað samfélagsins, sendir það skilaboð um að samvinna og samfélagsleg ábyrgð sé einhliða. Þetta grefur undan trausti og skapar tortryggni sem getur haft áhrif á framtíðarviðræður um kjarasamninga. Það er alþekkt að vaxtahækkanir íbúðarlána bitna sérstaklega á þeim sem hafa takmarkað svigrúm til að mæta aukinni greiðslubyrði, eins og hjá félagsfólki mínu og öðrum láglaunastéttum. Margir sjúkraliðar upplifa sig svikna, því þeirra framlag til stöðugleikans virðist ekki vera skila tilætluðum árangri. Bankar bera ekki einungis ábyrgð gagnvart hluthöfum sínum, heldur líka samfélaginu sem þeir starfa í. Það er því brýnt að bankar endurmeti vaxtastefnu sína og tryggi að ákvarðanir þeirra séu í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið um efnahagslegan stöðugleika í íslensku samfélagi. Krafa okkar er sú að bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og endurskoði vaxtabreytingar sem styðja ekki við efnahagslegt jafnvægi. Að öðrum kosti gætu þessar ákvarðanir haft víðtækari afleiðingar fyrir samstöðu og traust í samfélaginu. Eftir því sem bankarnir sækja áfram í aukinn hagnað á kostnað almennings, verða samtök launþega að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það er mikilvægt að þessi umræða fari fram og að almenningur fái skýra mynd af því hvernig bankarnir bera sig að við ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið í heild. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun