Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar 23. nóvember 2024 19:02 Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar. Viðbrögð Sambands sveitarfélaga vöktu furðu mína. Talsmaður þess fullyrti að boð kennara væri mikil vanvirðing. Ég var enn að melta þau þegar tilkynning kom frá KÍ sem fær mig til að spyrja, í fullri einlægni og alvöru, hvort verið geti að Samband sveitarfélaga sé markvisst að reyna að spilla gerð samninga við kennara. Við munum öll þá undarlegu atburðarás sem átti sér stað síðasta vor þegar hluti stjórnar Sambandsins reyndi að koma í veg fyrir þátttöku þess í gerð kjarasamninga á almennum markaði. Af því urðu heilmiklir eftirmálar, reiði og gremja. Ýmislegt bendir til þess að eitthvað svipað sé í gangi nú. Samninganefnd Sambandsins hefur orðið uppvís að ótrúlega þversagnirkenndum málflutningi. Eftir að hafa dregið kennara alla leið fyrir Félagsdóm undir því yfirskini að kennarar hefðu engar kröfur sett fram kröfðust þau þess nýlega að kennarar sætu starfsfræðslu hjá stofnun sem sveitarfélögin eiga sjálf með þeim rökum að kröfur kennara um samanburðarhópa væru of einstrengingslegar. Í yfirlýsingu KÍ kemur fram að tilboð um frestun verkfalla komi í kjölfar tilboðs frá Sambandi sveitarfélaga um svipaða frestun. Sé rétt að samningafólk sveitarfélaga hafi sjálft átt frumkvæði að frestun verkfalla en bregðist við gagntilboði með því að brigsla forystu kennara um allskonar litrík óheilindi er ljóst að í kjaraviðræðum kennara er aðeins einn aðili að reyna að semja, hinn er að spilla. Það liggur nú fyrir að börnin í lokuðum leikskólum eiga þess kost að byrja aftur í skólunum sínum í næstu viku. Ef það gerist ekki er það vegna þess að kjörnir fulltrúar í stjórnum viðkomandi sveitarfélaga hafa kosið að beita börnunun fyrir sig. Fórna þeim fyrir fjöldann. Að öllum líkindum vegna þess að skólakerfið er orðið vígvöllur í eitraðri pólitík á sveitarstjórnarstiginu. Eitthvað segir mér að háheilaga fólkið, sem ekkert hefur þóst botna í því að verkfall svipti þessi börn skólunum sínum hingað til, muni nú skyndilega öðlast slíkan skilning. Flest af þessu fólki er nefnilega ekkert að berjast fyrir leikskólana. Kennarar, sem njóta bæði stuðnings foreldra og meirihluta þjóðarinnar, eru að berjast skólanna og barnanna vegna. Þess vegna munu þeir ekki gefast upp. Sama hvernig viðsemjandinn lætur. Höfundur er kennari
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun