Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar 23. nóvember 2024 13:15 Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun