Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:01 Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar