Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:31 Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun