Met KR-inga var í hættu í Meistaradeildinni í gærkvöldi en lifði af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Sjá meira
Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ Sjá meira