Á flótta undan staðreyndum Ragnar Þorvarðarson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun