Nú skammast menn sín fyrir umsóknina að ESB Jón Bjarnason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun