Þarf að verðlauna jafnrétti? Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 27. maí 2015 00:00 Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar