Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar 12. september 2025 08:01 Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun