Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar 12. september 2025 08:01 Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun