Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar 12. september 2025 09:00 Öll trúi ég að vilji sem besta framtíð barna. Því þarf almannahagur að ráða för með það að markmiði að gæta vel helstu fjöreggja þjóðarinnar, æskunnar sem á að erfa landið og náttúrunnar. Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar og forsenda þess að eitthvað verði til að erfa. Löggjafinn vill hag fjöreggjanna sem mestan og því eigum við barnaverndarlög og náttúruverndarlög. Samanburður á lögunum, anda þeirra, inntaki, útfærslu og framkvæmd varpar ljósi á mismunandi framgang hins skýra vilja löggjafans um vernd fjöreggjanna. Umdæmi barnaverndarnefnda hafa stækkað sem eykur fjarlægð frá meintu broti gegn barni til þeirra sem um það fjalla. Barnaverndarnefndir eru orðnar fagnefndir, umboðsmaður barna starfar og farsældarlög eru virk. Þetta sýnir metnað stjórnvalda gagnvart öryggi og velferð barna, í takt við markmið barnaverndarlaga. Metnaði fyrir hönd náttúrunnar er ábótavant! Upphafsorð laga um náttúruvernd eru: „Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Ekki dylst sá tilgangur laganna að vernda íslenska náttúru eins og kostur er og það á hennar „eigin forsendum“. Aldrei hefur þó starfað umboðsmaður íslenskrar náttúru og ekki er lengur til sjálfstætt umhverfisráðuneyti. Skipan og starf náttúruverndarnefnda er almennt ekki á forsendum náttúrunnar og nefni ég þrennt því til stuðnings. 1. Nefndarmenn eru almennt pólitískt valdir en hvorki vegna áhuga eða sérstakrar þekkingar á hag náttúrunnar. 2. Sveitarfélög skipa sjaldan nefndir með náttúruvernd sem sitt eina hlutverk, heldur fela öðrum nefndum málefni náttúruverndar. Oft nefndum sem fara með málefni bygginga o.fl. framkvæmda, sem augljóslega býður upp á hagsmunaárekstra. 3. Miðað við upplýsingar frá Náttúrverndarstofnun eru árlegir fundir náttúruverndarnefnda illa sóttir af fulltrúum sveitarfélaga og fundinn 2024 sóttu t.d. einungis fulltrúar sex af rúmlega 60 sveitarfélögum í landinu, sem stað- eða fjarfund. Metnaðarleysi stjórnvalda fh. íslenskrar náttúru nær þó nýjum hæðum í orðum og æði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og sérlega sjálfs umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Jóhanns Páls Jóhannssonar. Aðför ríkisstjórnarinnar að náttúrunni Til stuðnings síðustu fullyrðingu má nefna mun fleira en stutt grein leyfir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur, andstætt tíðaranda og almenningsáliti, að opnun Eyjafjarðar og Skjálfanda fyrir eldi í sjókvíum. Ótrúlegar gjörðir umhverfis- orku- og loftslagsráðherra s.s. tengt undirbúningsvinnu vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá nú síðast þvert á dóm Hæstaréttar, stuðningur við Landsvirkjun um Kjalölduveitu sem mörg telja dulbúna Norðlingaölduveitu, sem sett var í verndarflokk 2013. Því næst að setja vindorkukost í Garpsdal í Reykhólahreppi í nýtingarflokk þó ekki sé til áætlun um nýtingu vindorku og andstætt tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar. Hið sama varðandi mögulega virkjun Héraðsvatna í Skagafirði og loks sú hugdetta hans að útiloka ekki olíuleit á Drekasvæðinu. Þá leggur Logi Einarsson staðgengill umhverfisráðherra til að Hamarsvirkjun fari úr vernd í bið. Nýverið kynnti svo ríkisstjórnin að hún hygðist einfalda regluverk, liðka fyrir og flýta leyfisveitingum í orkumálum, nokkuð sem forsætisráðherra kynnti í stefnuræðu sinni með orðunum: „Stórfellda einföldun leyfisferla í orkumálum“. Á því mannamáli sem ég o.fl. lærðu þýðir þetta að veita á afslátt af þeirri stjórnsýslulegu umgjörð sem myndað hefur varnir umhverfis og náttúru, ekki síst villtrar náttúru. Það er því ekki ofsagt að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að því er virðist undir stjórn sjálfs UMHVERFIS- orku- og loftslagsráðherra, stundi náttúrueyðingarstefnu sem í versta falli endar með náttúruleysi okkar allra. Betur má ef duga skal ! Í metsölubók Sir. David Attenborough, Líf á jörðinni okkar, segir að hlutfall villtrar náttúru hafi minnkað úr 66% árið 1937 í 35% árið 2020. Við eigum hærra hlutfall villtrar náttúru en flest önnur lönd og til mikils er að vinna að vernda slíkt dýrmæti svo sem frekast er kostur. Til þess þarf að vinna eftir bókstaf og anda laga um náttúruvernd. Það er aldrei brýnna en nú þegar ríkisstjórnin og kannski mest sjálfur ráðherra umhverfismála sýnist beinlínis segja íslenskri náttúru stríð á hendur og samtímis á náttúran litla ef nokkra stoð í stjórnarandstöðunni. Stjórnsýslulegan metnað fyrir hönd náttúrunnar þarf að auka. Náttúran verðskuldar sjálfstætt Umhverfismálaráðuneyti, stofna ber embætti umboðsmanns íslenskrar náttúru og stuðla að stækkun svæða sem hver náttúruverndarnefnd tekur til (lög heimila í dag) og auka fagþekkingu á sviði umhverfismála í nefndunum. Binda þarf í lög þá meginreglu að villt náttúra sé friðuð og að nýting hennar verði undantekning frá þeirri reglu líkt og í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Minnumst þess á komandi þingvetri að með lögum skal land vernda. VERJUMST NÁTTÚRULEYSISTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR ! Höfundur er læknir, situr í Umhverfis og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Öll trúi ég að vilji sem besta framtíð barna. Því þarf almannahagur að ráða för með það að markmiði að gæta vel helstu fjöreggja þjóðarinnar, æskunnar sem á að erfa landið og náttúrunnar. Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar og forsenda þess að eitthvað verði til að erfa. Löggjafinn vill hag fjöreggjanna sem mestan og því eigum við barnaverndarlög og náttúruverndarlög. Samanburður á lögunum, anda þeirra, inntaki, útfærslu og framkvæmd varpar ljósi á mismunandi framgang hins skýra vilja löggjafans um vernd fjöreggjanna. Umdæmi barnaverndarnefnda hafa stækkað sem eykur fjarlægð frá meintu broti gegn barni til þeirra sem um það fjalla. Barnaverndarnefndir eru orðnar fagnefndir, umboðsmaður barna starfar og farsældarlög eru virk. Þetta sýnir metnað stjórnvalda gagnvart öryggi og velferð barna, í takt við markmið barnaverndarlaga. Metnaði fyrir hönd náttúrunnar er ábótavant! Upphafsorð laga um náttúruvernd eru: „Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Ekki dylst sá tilgangur laganna að vernda íslenska náttúru eins og kostur er og það á hennar „eigin forsendum“. Aldrei hefur þó starfað umboðsmaður íslenskrar náttúru og ekki er lengur til sjálfstætt umhverfisráðuneyti. Skipan og starf náttúruverndarnefnda er almennt ekki á forsendum náttúrunnar og nefni ég þrennt því til stuðnings. 1. Nefndarmenn eru almennt pólitískt valdir en hvorki vegna áhuga eða sérstakrar þekkingar á hag náttúrunnar. 2. Sveitarfélög skipa sjaldan nefndir með náttúruvernd sem sitt eina hlutverk, heldur fela öðrum nefndum málefni náttúruverndar. Oft nefndum sem fara með málefni bygginga o.fl. framkvæmda, sem augljóslega býður upp á hagsmunaárekstra. 3. Miðað við upplýsingar frá Náttúrverndarstofnun eru árlegir fundir náttúruverndarnefnda illa sóttir af fulltrúum sveitarfélaga og fundinn 2024 sóttu t.d. einungis fulltrúar sex af rúmlega 60 sveitarfélögum í landinu, sem stað- eða fjarfund. Metnaðarleysi stjórnvalda fh. íslenskrar náttúru nær þó nýjum hæðum í orðum og æði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og sérlega sjálfs umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Jóhanns Páls Jóhannssonar. Aðför ríkisstjórnarinnar að náttúrunni Til stuðnings síðustu fullyrðingu má nefna mun fleira en stutt grein leyfir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur, andstætt tíðaranda og almenningsáliti, að opnun Eyjafjarðar og Skjálfanda fyrir eldi í sjókvíum. Ótrúlegar gjörðir umhverfis- orku- og loftslagsráðherra s.s. tengt undirbúningsvinnu vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá nú síðast þvert á dóm Hæstaréttar, stuðningur við Landsvirkjun um Kjalölduveitu sem mörg telja dulbúna Norðlingaölduveitu, sem sett var í verndarflokk 2013. Því næst að setja vindorkukost í Garpsdal í Reykhólahreppi í nýtingarflokk þó ekki sé til áætlun um nýtingu vindorku og andstætt tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar. Hið sama varðandi mögulega virkjun Héraðsvatna í Skagafirði og loks sú hugdetta hans að útiloka ekki olíuleit á Drekasvæðinu. Þá leggur Logi Einarsson staðgengill umhverfisráðherra til að Hamarsvirkjun fari úr vernd í bið. Nýverið kynnti svo ríkisstjórnin að hún hygðist einfalda regluverk, liðka fyrir og flýta leyfisveitingum í orkumálum, nokkuð sem forsætisráðherra kynnti í stefnuræðu sinni með orðunum: „Stórfellda einföldun leyfisferla í orkumálum“. Á því mannamáli sem ég o.fl. lærðu þýðir þetta að veita á afslátt af þeirri stjórnsýslulegu umgjörð sem myndað hefur varnir umhverfis og náttúru, ekki síst villtrar náttúru. Það er því ekki ofsagt að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að því er virðist undir stjórn sjálfs UMHVERFIS- orku- og loftslagsráðherra, stundi náttúrueyðingarstefnu sem í versta falli endar með náttúruleysi okkar allra. Betur má ef duga skal ! Í metsölubók Sir. David Attenborough, Líf á jörðinni okkar, segir að hlutfall villtrar náttúru hafi minnkað úr 66% árið 1937 í 35% árið 2020. Við eigum hærra hlutfall villtrar náttúru en flest önnur lönd og til mikils er að vinna að vernda slíkt dýrmæti svo sem frekast er kostur. Til þess þarf að vinna eftir bókstaf og anda laga um náttúruvernd. Það er aldrei brýnna en nú þegar ríkisstjórnin og kannski mest sjálfur ráðherra umhverfismála sýnist beinlínis segja íslenskri náttúru stríð á hendur og samtímis á náttúran litla ef nokkra stoð í stjórnarandstöðunni. Stjórnsýslulegan metnað fyrir hönd náttúrunnar þarf að auka. Náttúran verðskuldar sjálfstætt Umhverfismálaráðuneyti, stofna ber embætti umboðsmanns íslenskrar náttúru og stuðla að stækkun svæða sem hver náttúruverndarnefnd tekur til (lög heimila í dag) og auka fagþekkingu á sviði umhverfismála í nefndunum. Binda þarf í lög þá meginreglu að villt náttúra sé friðuð og að nýting hennar verði undantekning frá þeirri reglu líkt og í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Minnumst þess á komandi þingvetri að með lögum skal land vernda. VERJUMST NÁTTÚRULEYSISTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR ! Höfundur er læknir, situr í Umhverfis og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun