Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 12. september 2025 07:07 Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun