Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar 12. september 2025 07:32 Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtust tvær lýsandi ákvarðanir fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum. Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023. Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish. Óskiljanlegt tómlæti Tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á hörmulegu umhverfisslysi Arctic Fish árið 2023 var og er óskiljanlegt. Brot á lögum um umhverfisábyrgð geta varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja. Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli? Brotastarfsemi ábyrgðarmanna Arctic Fish Hitt vitum við að ábyrgðarmenn Arctic Fish halda brotastarfsemi sinni ótrauðir áfram. Staðfest er að eldislaxar frá fyrirtækinu hafa á undanförnum dögum verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Miðfjarðará. Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins. Fiskistofa neitar Í byrjun mánaðarins óskaði Landssamband veiðifélaga (samtök bænda og eigenda lögbýla þar sem um renna laxveiðiár) við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga í froskköfun að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafnaði Fiskistofa síðasta föstudag. Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF. Vonin ein engin vörn Við vonum auðvitað að þetta slys sé ekki jafn hrikalegt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023, en vonin ein er engin vörn fyrir villta laxinn. Við verðum að fá skýra mynd af því sem allra fyrst hver staðan er. Það gerist ekki án aðkomu sérfræðinga í rekköfun sem skanna árnar. Munum þetta: Staðfest er að þeir eldislaxar sem hafa þegar fundist eru úr fleiri en einni sleppingu. Í stóru sleppingu Arctic Fish 2023 hófu eldislaxar fyrst að hellast í árnar um miðjan september. Upplýsingar úr skipulagðri leit sérfræðinga geta sagt okkur til um hvort grípa þurfi til umfangsmikils hreinsunarstarfs nú í haust. Upplýsingar úr köfun nú verða líka lykilgögn í rannsóknum til að meta virkni áhættumats erfðablöndunar sem Hafrannsóknastofnun gefur út. Í fyrrahaust fundust 23 eldislaxar í ám þegar Hafrannsóknastofnun stóð fyrir litlu þjálfunarverkefni í rekköfun. Þar af voru sex fiskar úr ótilkynntum sleppingum úr sjókvíum. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun