Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 12. september 2025 15:30 Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun