Ekki nógu góð fyrir toppbaráttu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2015 06:30 Fylkismenn sömdu við Jóhannes Karl Guðjónson og Ingimund Níels Óskarsson fyrir komandi sumar. Vísir/Ernir Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða um miðja deild í Pepsi-deildinni í sumar, það er liðin sem sigla mögulega lygnasta sjóinn í sumar. Keflvíkingar hlustuðu ekki á hrakspár í fyrra og voru flottir framan af í deildinni auk þess að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Liðið endaði samt í áttunda sæti og verður á sama stað næsta haust. „Þetta verður svipað sumar. Þeir verða aðeins fyrir ofan fall en ég held að styrkur liðsins sé þjálfarinn Kristján Guðmundsson. Hann þekkir allt í Keflavík mjög vel og hefur náð miklu út úr fótboltamönnum í Keflavík,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna. Víkingar komu öllum á óvart og tryggðu sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár síðasta sumar en Fréttablaðið spáir að liðið verði þremur sætum neðar í ár. Það urðu miklar breytingar á Víkingsliðinu milli tímabila. „Þeir eru búnir að missa mjög sterka leikmenn, þar á meðal Ingvar úr markinu og Aron Elís sem er mjög stór biti fyrir Víkinga. Þeir hafa ekki náð að fylla þessi skörð og þá sérstaklega í markinu. Það er alltaf erfitt að fylgja eftir svona góðu tímabili eins og í fyrra. Nú er búist við meira af þeim og þeir eru ekki lengur óþekkta liðið,“ segir Hjörtur Hjartarson, sparkspekingur Pepsi-markanna. Valsmenn misstu af Evrópukeppninni í lokaumferðinni í fyrra en undanfarin ár hafa verið flöt á Hlíðarenda og liðið hefur ekki komist í Evrópukeppni síðan það varð síðast meistari 2007. Ólafur Jóhannesson, þrefaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við Valsliðinu en telur sjálfur að liðið sé ekki nógu gott til þess að berjast um Evrópusætið. „Valsliðið virðist vera í millibilsástandi, ekki nógu gott til að blanda sér í toppbaráttuna og allt of gott til til að lenda í fallbaráttu. Ég held að Valsmenn leggi ofuráherslu á að komast í Evrópueppni og geta þar með blandað sér í toppbaráttuna fyrir alvöru á næstu árum,“ segir Hjörtur. Fylkismenn hafa styrkt sig vel á undirbúningstímabilinu og þeir ættu að geta hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Fylkismenn gátu komist í Evrópukeppni með sigri á föllnu liði Fram á lokadegi en klúðruðu því á ævintýralegan hátt. Hjá Fylkismönnum snýst allt um heimkomu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og Ingimundar Níels Óskarssonar enda fara þar einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og einn af betri sóknarmönnunum. „Fylkismenn munu verða rétt fyrir neðan toppbaráttuna og verða í baráttu við Val og Víking um sætin fyrir neðan efstu fjögur. Til þess að Fylkismenn geti gert atlögu að Evrópusæti þá þarf Albert Brynjar Ingason að skora 12 til 15 mörk, Ingimundur Níels þarf að eiga frábært tímabil og þeir félagar Jóhannes Karl Guðjónsson og Ásgeir Börkur að ná vel saman á miðjunni. Varnarleikurinn er óvissuþáttur,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða um miðja deild í Pepsi-deildinni í sumar, það er liðin sem sigla mögulega lygnasta sjóinn í sumar. Keflvíkingar hlustuðu ekki á hrakspár í fyrra og voru flottir framan af í deildinni auk þess að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Liðið endaði samt í áttunda sæti og verður á sama stað næsta haust. „Þetta verður svipað sumar. Þeir verða aðeins fyrir ofan fall en ég held að styrkur liðsins sé þjálfarinn Kristján Guðmundsson. Hann þekkir allt í Keflavík mjög vel og hefur náð miklu út úr fótboltamönnum í Keflavík,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna. Víkingar komu öllum á óvart og tryggðu sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár síðasta sumar en Fréttablaðið spáir að liðið verði þremur sætum neðar í ár. Það urðu miklar breytingar á Víkingsliðinu milli tímabila. „Þeir eru búnir að missa mjög sterka leikmenn, þar á meðal Ingvar úr markinu og Aron Elís sem er mjög stór biti fyrir Víkinga. Þeir hafa ekki náð að fylla þessi skörð og þá sérstaklega í markinu. Það er alltaf erfitt að fylgja eftir svona góðu tímabili eins og í fyrra. Nú er búist við meira af þeim og þeir eru ekki lengur óþekkta liðið,“ segir Hjörtur Hjartarson, sparkspekingur Pepsi-markanna. Valsmenn misstu af Evrópukeppninni í lokaumferðinni í fyrra en undanfarin ár hafa verið flöt á Hlíðarenda og liðið hefur ekki komist í Evrópukeppni síðan það varð síðast meistari 2007. Ólafur Jóhannesson, þrefaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við Valsliðinu en telur sjálfur að liðið sé ekki nógu gott til þess að berjast um Evrópusætið. „Valsliðið virðist vera í millibilsástandi, ekki nógu gott til að blanda sér í toppbaráttuna og allt of gott til til að lenda í fallbaráttu. Ég held að Valsmenn leggi ofuráherslu á að komast í Evrópueppni og geta þar með blandað sér í toppbaráttuna fyrir alvöru á næstu árum,“ segir Hjörtur. Fylkismenn hafa styrkt sig vel á undirbúningstímabilinu og þeir ættu að geta hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Fylkismenn gátu komist í Evrópukeppni með sigri á föllnu liði Fram á lokadegi en klúðruðu því á ævintýralegan hátt. Hjá Fylkismönnum snýst allt um heimkomu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og Ingimundar Níels Óskarssonar enda fara þar einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og einn af betri sóknarmönnunum. „Fylkismenn munu verða rétt fyrir neðan toppbaráttuna og verða í baráttu við Val og Víking um sætin fyrir neðan efstu fjögur. Til þess að Fylkismenn geti gert atlögu að Evrópusæti þá þarf Albert Brynjar Ingason að skora 12 til 15 mörk, Ingimundur Níels þarf að eiga frábært tímabil og þeir félagar Jóhannes Karl Guðjónsson og Ásgeir Börkur að ná vel saman á miðjunni. Varnarleikurinn er óvissuþáttur,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn