Fótbolti

Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóð­búningi á troð­fullu torgi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Glódís Perla glæsileg með skjöld Þýskalandsmeistaranna. Titilfögnuður fór fram á Maríutorgi í Munchen. 
Glódís Perla glæsileg með skjöld Þýskalandsmeistaranna. Titilfögnuður fór fram á Maríutorgi í Munchen.  EPA-EFE/ANNA SZILAGYI

Glódís Perla Viggósdóttir, klædd í þýskan þjóðbúning, fagnaði meistaratitlum Bayern Munchen fyrir framan troðfullt torg af fólki. Bæði karla- og kvennalið félagsins klæddu sig upp af tilefninu og skemmtu sér stórkostlega.

Bayern varð tvöfaldur meistari, bæði í deild og bikar, fyrsta tvenna í sögu kvennaliðsins og batt enda á einokun Wolfsburg á bikartitlinum. Karlalið félagsins varð þýskur deildarmeistari en datt út í bikar.

Glódís Perla er fyrirliði Bayern og fór fremst í flokki í fögnuðinum í dag. Kom út með skjöldinn og sýndi fólki sem stóð á Maríutorgi í Munchen, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndskeiðum.

Karl-Josef Hildenbrand/picture alliance via Getty Images
Kvenna- og karlalið Bayern Munchen fögnuðu titlum sínum saman á Maríutorgi. Daniel Löb/picture alliance via Getty Images

Partýið á Maríutorgi var áframhald af fögnuði sem fór fram í gærkvöldi, þegar bæði lið félagsins komu saman í veglegri veislu til að fagna titlunum.

Tvöfaldir meistararfc bayern
fc bayern
Stuð og stemningfc bayern



Fleiri fréttir

Sjá meira


×