Besta deild karla

Fréttamynd

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt

KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftur hefur KR leik í Laugar­dalnum

Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“

Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum

Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Íslenski boltinn