Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Árni Jóhannsson skrifar 18. maí 2025 22:32 Benedikt Guðmundsson spurði stórra spurninga. Vísir / Diego Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. Andri Már Eggertsson náði Benedikt í viðtal eftir leik. Fyrsta spurning sem Benedikt fékk var hvort honum liði eins og Tindastóll hefði kastað þessu frá sér. „Segi það nú kannski ekki alveg en jú að einhverju leyti. Stjarnan gerði bara vel og hafa verið að koma til baka í lok leikja eftir að hafa lent undir þannig að ég ætla ekkert að taka af Stjörnunni.“ Stólarnir voru 12 stigum yfir í hálfleik og hittu fanta vel í fyrri hálfleik. Hvað var að virka fyrir Tindastól þá? „Orka í liðinu og hittnin afgerandi. Við festumst aðeins fyrir utan þriggja stiga línuna en sóttum meira inn í teig í seinni en komumst ekki alltaf á vítalínuna eins og við gerðum í síðasta leik. Við vorum ekki að fá sömu villur. Svo bara stígum við ekki út. Það verður okkur að falli. Mér er alveg sama hversu hávaxnir við erum. Menn verða bara að stíga út. Stjarnan fer í öll þessi sóknarfráköst, þeir ná í 23 slík fráköst og fá örugglega 20-30 stig úr þeim og það skilur að í lokin.“ Dimitrios Agravanis var á milli tannanna fyrir leik og var Benni spurður út í frammistöðu hans í fyrri hálfleik en hann spilaði ekkert í seinni. „Hann var allt í lagi. Breytti ekki leiknum. Ákváðum að veðja á aðra í dag.“ Tindastóll lenti í villu vandræðum í dag. Afhverju var Dimitrios ekki notaður t.d. í þriðja leikhluta? „Við höfum oft í vetur verið með Giannis og Sadio í fjarkanum og fimmunni. Þannig unnum við leik eitt til dæmis. Stjarnan var án síns miðherja þannig að liðið voru lítil. Það var enginn miðherji hjá þeim að drepa okkur. Þeir voru bara grimmari en við í þessum atriðum. Við verðum að stíga út. Allir. Alveg sama í hvaða stöðu þú ert.“ Benedikt þarf nú að gera sína menn klára í oddaleik á miðvikudag á Sauðárkróki.Vísir/Pawel Giannis, Adomas Drungilas og Sigtryggur Arnar Björnsson voru allir í villuvandræðum og var Benni beðinn um að skýra út afhverju þeir byrjuðu seinni hálfleikinn verandi á þremur villum í hálfleik. „Það er bara ákvörðun sem var tekin. Byrjunarliðið var að spila vel saman. Við vorum í fínum plús með þá fimm inn á og það kom ekkert annað til greina en að byrja með þá svo myndum við bara bregðast við þegar villurnar kæmur. Ég þarf að skoða betur leikinn hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu. Það var talað um að við spiluðum handboltavörn í síðasta leik og fáum milljón villur í þessum leik. Ég gæti komið með eitthvað svona en ég ætla að sleppa því.“ Benedikt var þá beðinn um að útskýra betur hvað hann ætti við varðandi dómgæsluna. „Ég spurði bara. Ég sá einhverjar fyrirsagnir um handboltavörn í síðasta leik og menn eru kannski að lesa þessi viðtöl. Ég trúi því bara að menn dæmi eftir sömu línunni alltaf.“ Er sárt að hafa ekki gripið augnablikið betur í byrjun fjórða leikhluta. „Við fengum fullt af sénsum til að ísa leikinn. Við förum í smá rússneska rúllettu í lokin þegar þeir eru að taka mikið af sóknarfráköstum og þá er þetta bara eins og rúllettan er. 50/50 og það datt þeirra megin núna, þeir settu stóru skotin og bara flott hjá þeim. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Andri Már Eggertsson náði Benedikt í viðtal eftir leik. Fyrsta spurning sem Benedikt fékk var hvort honum liði eins og Tindastóll hefði kastað þessu frá sér. „Segi það nú kannski ekki alveg en jú að einhverju leyti. Stjarnan gerði bara vel og hafa verið að koma til baka í lok leikja eftir að hafa lent undir þannig að ég ætla ekkert að taka af Stjörnunni.“ Stólarnir voru 12 stigum yfir í hálfleik og hittu fanta vel í fyrri hálfleik. Hvað var að virka fyrir Tindastól þá? „Orka í liðinu og hittnin afgerandi. Við festumst aðeins fyrir utan þriggja stiga línuna en sóttum meira inn í teig í seinni en komumst ekki alltaf á vítalínuna eins og við gerðum í síðasta leik. Við vorum ekki að fá sömu villur. Svo bara stígum við ekki út. Það verður okkur að falli. Mér er alveg sama hversu hávaxnir við erum. Menn verða bara að stíga út. Stjarnan fer í öll þessi sóknarfráköst, þeir ná í 23 slík fráköst og fá örugglega 20-30 stig úr þeim og það skilur að í lokin.“ Dimitrios Agravanis var á milli tannanna fyrir leik og var Benni spurður út í frammistöðu hans í fyrri hálfleik en hann spilaði ekkert í seinni. „Hann var allt í lagi. Breytti ekki leiknum. Ákváðum að veðja á aðra í dag.“ Tindastóll lenti í villu vandræðum í dag. Afhverju var Dimitrios ekki notaður t.d. í þriðja leikhluta? „Við höfum oft í vetur verið með Giannis og Sadio í fjarkanum og fimmunni. Þannig unnum við leik eitt til dæmis. Stjarnan var án síns miðherja þannig að liðið voru lítil. Það var enginn miðherji hjá þeim að drepa okkur. Þeir voru bara grimmari en við í þessum atriðum. Við verðum að stíga út. Allir. Alveg sama í hvaða stöðu þú ert.“ Benedikt þarf nú að gera sína menn klára í oddaleik á miðvikudag á Sauðárkróki.Vísir/Pawel Giannis, Adomas Drungilas og Sigtryggur Arnar Björnsson voru allir í villuvandræðum og var Benni beðinn um að skýra út afhverju þeir byrjuðu seinni hálfleikinn verandi á þremur villum í hálfleik. „Það er bara ákvörðun sem var tekin. Byrjunarliðið var að spila vel saman. Við vorum í fínum plús með þá fimm inn á og það kom ekkert annað til greina en að byrja með þá svo myndum við bara bregðast við þegar villurnar kæmur. Ég þarf að skoða betur leikinn hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu. Það var talað um að við spiluðum handboltavörn í síðasta leik og fáum milljón villur í þessum leik. Ég gæti komið með eitthvað svona en ég ætla að sleppa því.“ Benedikt var þá beðinn um að útskýra betur hvað hann ætti við varðandi dómgæsluna. „Ég spurði bara. Ég sá einhverjar fyrirsagnir um handboltavörn í síðasta leik og menn eru kannski að lesa þessi viðtöl. Ég trúi því bara að menn dæmi eftir sömu línunni alltaf.“ Er sárt að hafa ekki gripið augnablikið betur í byrjun fjórða leikhluta. „Við fengum fullt af sénsum til að ísa leikinn. Við förum í smá rússneska rúllettu í lokin þegar þeir eru að taka mikið af sóknarfráköstum og þá er þetta bara eins og rúllettan er. 50/50 og það datt þeirra megin núna, þeir settu stóru skotin og bara flott hjá þeim.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira