Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir sló á létta strengi eftir að hafa skorað gegn sínu gamla félagi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að neðan en það var Agla María Albertsdóttir, nýmætt aftur í íslenska landsliðshópinn, sem skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu. Berglind bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og fjórða markið skoraði Karitas Tómasdóttir svo með bakinu í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn Val Þó að hún hafi nokkuð spör á yfirlýsingarnar í viðtali í Sportpakkanum í gærkvöld þá virtist alveg ljóst að Berglind væri í hefndarhug gegn sínu gamla félagi í kvöld. Hún fagnaði fyrra marki sínu með því að leggja fingur yfir varir sínar, mögulega til að sussa á einhverja sem efuðust um að þessi mikli markahrókur hefði enn svo mikið fram að færa. Blikar hafa verið magnaðir í upphafi tímabils og skorað 28 mörk í sex leikjum en Berglind hefur skorað fjórðung þeirra, eða heil sjö mörk, og er langmarkahæst í deildinni það sem af er, á sínu fyrsta heila tímabili eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku og úr barneignaorlofi með Val í fyrra. Berglind hefur raunar skorað einu marki meira en allt Valsliðið til samans því Valskonur hafa aðeins skorað sex mörk í fyrstu sex leikjunum og fengið á sig átta. Þær hafa auk þess tapað þremur deildarleikjum í röð núna, í fyrsta sinn frá árinu 2015 þegar liðið endaði aðeins í 7. sæti. Berglind skoraði fjögur mörk í tíu leikjum fyrir Val í fyrra, eftir að hafa eignast strák um veturinn. Hún gerði tólf mörk í níu leikjum sumarið 2020, áður en hún fór í atvinnumennsku, og hefur mest skorað nítján mörk á einni leiktíð í efstu deild, þegar hún hlaut gullskóinn árið 2018. Alls hefur hún núna skorað 148 mörk í 209 leikjum í efstu deild á Íslandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira