Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 22:56 Árni Snær kom til bjargar. Vísir/Diego Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Kári sló út ÍR sem spilar í Lengjudeildinni í 32-liða úrslitum og eru þekktir fyrir að vera erfiðir heim að sækja í hinni víðsfrægu Akraneshöll. Benedikt Warén kom Stjörnunni yfir með frábæru marki undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að beisla orkuna í heimaliðinu. Varamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði svo metin fyrir Kára eftir rétt rúma mínútu inn á vellinum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar sem mörkin voru ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar. Þar kom Adolf Daði Birgisson gestunum úr Garðabæ yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Mikael Hrafn Helgason jafnaði metin með skoti sem fór af varnarmanni á 117. mínútu. Þar sem staðan var jöfn þegar flautað var til loka framlengingar þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslit. Stjarnan getur þakkað Árna Snæ Ólafssyni markverði fyrir en hann varði tvær vítaspyrnur og sá til þessa að Stjarnan slapp með skrekkinn. Á Hlíðarenda kom Patrick Pedersen heimamönnum í Val yfir þegar tæpar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystu Vals en gestirnir gáfust ekki upp. Aron Snær Ingason minnkaði muninn og þá þurfti Frederik Schram, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeim dansk-íslenska tókst að halda gestunum í skefjum og Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. 🥛Valur 2 - Þróttur 1Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótboltaValur⚽️Patrick Pedersen ⚽️Jónatan Ingi JónssonÞróttur⚽️Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. 14. maí 2025 20:07