„Við elskum að spila hérna“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. maí 2025 22:02 Aron Elí Sævarsson í leik með Mosfellingum fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Mér líður ótrúlega vel. Þvílíkur leikur,“ sagði fyrirliði Aftureldingar, Aron Elí Sævarsson, eftir 4-3 endurkomusigur sinna manna gegn KR. Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira